Beckham segir líf sitt nánast óþolandi

David Beckham í rútunni á leið á flugvöllinn í Lissabon …
David Beckham í rútunni á leið á flugvöllinn í Lissabon á föstudag. AP

David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins í fótbolta, viðurkennir í viðtali sem birt er í dag að hnýsni í einkalíf hans og sögur um meint framhjáhald séu um það bil að gera líf hans óþolandi. Þá sakar hann þjálfaralið spænska liðsins Real Madrid, sem Beckham er hjá, um að hafa ekki komið honum í nógu gott form fyrir EM. Beckham brenndi af tveimur vítum á EM.

Beckham segir það hafa komið niður á starfsferli sínum þegar fyrrverandi aðstoðarkona hans og eiginkonu hans hafi haldið því fram í fjölmiðlum að hún hafi átt í ástarsambandi við hann.

„Þessi átroðningur og innrás inn í líf mitt er erfitt vegna þess að ég á börn,“ segir Beckham. „Ég vil að þau njóti þess að vera til en fólk mun bara segja: Hvers vegna er hann að kvarta? Ég er ekki að kvarta en auðvitað er þetta erfitt. Þetta er erfitt fyrir allar fjölskyldur,“ segir Beckham.

Fyrir um mánuði fór orðrómur á kreik um að Beckham, sem hætti hjá Manchester United til að leika með Real Madrid fyrir ári, kunni að koma aftur til Englands og hugsanlega fá samning hjá Chelsea, sem er eitt af fáum félagsliðum sem getur staðið undir launakröfum kappans sem eru 150.000 evrur hið minnsta á viku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir