Real Madrid setur bresk blöð í bann

David Beckham á æfingu í Madríd.
David Beckham á æfingu í Madríd. AP

Spænska knattspyrnufélagið Real Madríd, sem David Beckham leikur með, hefur ákveðið að setja þau fjögur bresk blöð, sem gengið hafa harðast fram í umfjöllun um meint framhjáhald Beckhams, í bann og blaðamenn þeirra eru ekki lengur velkomnir á vallarsvæði spænska liðsins.

Þetta eru blöðin News of the World, Mirror, Daily Mail og The Sun. Segir Real Madríd að þessi blöð séu ekki velkomin á meðan Beckham leikur með félaginu.

Svo kann þó að fara að dvöl Beckhams á Spáni sé að styttast en í danska blaðinu BT í dag er sagt frá því að Roman Abramovítjs, eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, sé reiðubúinn að opna veskið og kaupa Beckham.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg