Opnar sig um þunglyndið

Fyrirsætan og leikkonan Cara Delevingne þjáist af þunglyndi.
Fyrirsætan og leikkonan Cara Delevingne þjáist af þunglyndi. AFP

Ofurfyrirsætan og leikkonan Cara Delevingne kom mörgum í opna skjöldu á dögunum þegar í ljós kom að hún sat fyrir í nýrri herferð tískurisans Saint Laurent.

Á síðasta ári var greint frá því að Delevingne hefði ákveðið að segja skilið við fyrirsætustörfin til þess að einbeita sér að leiklistinni. Sjálf þvertekur hún þó fyrir að hafa ætlað að hætta í tískubransanum.

„Getum við bara komið þessu á hreint, ég sagði aldrei að ég væri hætt fyrirsætustörfum. Ég kenni tískuiðnaðinum ekki um neitt.“

„Ég þjáist af þunglyndi og sinnti fyrirsætustörfum á afar erfiðu tímabili í lífi mínu þar sem ég glímdi við mikið sjálfshatur.“

„Ég er svo lánsöm að fá að sinna þessu starfi. Áður var vinnan ákveðinn flótti, og á endanum keyrði ég mig algerlega út. Nú er ég að einbeita mér að kvikmyndaleik, sem og að því að einblína ekki á galla mína.“

Suicide Squad, nýjasta kvikmynd Delevingne, verður frumsýnd í sumar en þar fer hún með hlutverk þokkadísarinnar June Moone.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson