Cara Delevingne leggur niður störf

Cara Delevingne segist ekki skilja tískuiðnaðinn.
Cara Delevingne segist ekki skilja tískuiðnaðinn.

Ofurfyrirsætan Cara Delevingne hefur í sívaxandi mæli rætt um áætlanir sínar um að hætta fyrirsætustöfum. Nú virðist sem hún hafi skipt um starfsvettvang og sé komin yfir í leiklistina. 

Þrátt fyrir að það hafi verið fyrirsætustörf sem gerðu Cöru Delevingne heimsfræga virðist hún vera komin með nóg. Orðrómur hefur verið uppi í talsverðan tíma um að Delevingne sé tilbúin í að yfirgefa fyrirsætustörfin en hann hefur nú fengið byr undir báða vængi eftir að fram kom á vef Huffington Post að búið væri að fjarlægja möppu Delevingne af vefsíðu stofunnar Storm Models sem hún hefur unnið hjá frá fimmtán ára aldri.

Í viðtali sem birtist við hana í Vogue ræðir Delevingne um þau vonbrigði sem hafa fylgt fyrirsætustörfunum og nýlegan áhuga hennar á leiklist. „Það sem er skemmtilegt við leiklist er að glæða persónuna lífi. Fyrirsætustörfin eru andstæðan, þau snúast um að vera gervilegur fyrir framan myndavélina. Ég er ekki viss um að ég skilji tískuiðnaðinn lengur.“

Þá kemur fram á vef Contactmusic að Delevingne sé nú við tökur á myndinni Suicide Squadans sem kemur í kvikmyndahús á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson