Sprengjan var hljómflutningstæki

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. mynd/Norden.org

Engin sprengja reyndist í mannlausri bifreið við Tietgensgade í Kaupmannahöfn en stórt svæði í miðborginni var rýmt í gærkvöldi og þar á meðal Tívolí. Sprengjusveit danska hersins mætti ennfremur á staðinn vegna málsins.

Hins vegar kom á daginn að svartur kassi í sæti bifreiðarinnar var ekki sprengja heldur hljómflutningstæki. Eigandinn hafði sjálfur samband við lögreglu og gerði grein fyrir málinu. Haft er eftir lögreglunni á fréttavef danska ríkisútvarpsins að maðurinn hafi ekki sjálfur lagt bifreiðinni á staðnum heldur skyldmenni hans. Hins vegar standi hann frammi fyrir kæru vegna málsins þar sem ekki er leyfilegt að leggja bifreið þar.

Þá segir að um fjögur þúsund manns hafi yfirgefið Tívolí vegna atviksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert