Skipstjórinn ákærður fyrir morð

Fleiri en 280 manns létu lífið í slysinu.
Fleiri en 280 manns létu lífið í slysinu. AFP

Skipstjóri suður-kóresku ferjunnar sem hvolfdi og sökk þann 15. apríl sl. hefur verið ákærður fyrir morð. Fleiri en 280 farþegar létu lífið. Þrír aðrir starfsmenn fyrirtækisins hafa einnig verið ákærðir fyrir morð. 

Mennirnir fjórir eru grunaðir um að hafa yfirgefið skipið þegar það var að sökkva. Þeir sögðu farþegunum, sem voru aðallega menntaskólanemar, aftur á móti að halda kyrru fyrir í skipinu.

Ellefu aðrir úr áhöfn ferjunnar eru ákærðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert