Kærastan einnig ákærð fyrir morðið

Becky Watts.
Becky Watts.

Kærasta stjúpbróður Becky Watts, breskrar unglingsstúlku sem fannst látin í mars, hefur verið ákærð fyrir að myrða stúlkuna.

Becky var sextán ára er hún lést. Hún var kæfð.

Kærasta bróðurins, Shauna Hoare, er 21 árs. Hún hafði áður verið ákærð fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Kærastinn, Nathan Matthews, hefur einnig verið ákærður fyrir að myrða stjúpsystur sína. Lögreglan í Svon og Smoerset segir að parið hafi einnig verið ákært fyrir að taka ósæmilegar myndir af börnum.

Líkamsleifar Beckyar fundust í hnúsi í Barton Hill þann 2. mars, 11 dögum eftir að hún hvarf frá heimili sínu.

Hún yfirgaf heimili sitt án þess að láta nokkurn vita en hafði síma sinn og fartölvu meðferðis. Auk parsins hafa fjórir aðrir verið ákærðir vegna málsins, m.a. fyrir að aðstoða við að fela líkið. 

Frétt Sky um málið

Frétt mbl.is: Becky Watts var kæfð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert