Jarðskjálfti skekur Taívan

Öflugur jarðskjálfti upp á 6,7 skók suðurhluta Taívans um klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma. Upptök skjálftans voru 25 kílómetra suður af borginni Yujing samkvæmt frétt AFP.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um mögulegt mann- eða eignatjón en ekki er búist við að jarðskjálftinn hafi í för með sér flóðbylgju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert