Bærinn Kaikoura rýmdur

Björgunarsveitir á Suðureyju á Nýja-Sjálandi hafa haft í nægu að snúast frá því að stóri jarðskjálftinn reið yfir á sunnudag. Rýming stendur yfir í bænum Kaikoura þar sem ferðamenn og íbúar lokuðust inni. Fjórar herþyrlur eru notaðar við að flytja fólkið á brott en bærinn varð mjög illa út úr jarðskjálftanum og loka aurskriður landleiðinni þangað. Síðan á sunnudag hefur verið hávaðarok og rigning á þessum slóðum.

Um tvö þúsund búa í bænum og voru um 1.200 ferðamenn þar þegar jarðskjálftahrinin hófst á sunnudag. Fleiri hundruð eftirskjálftar hafa gert fólki lífið leitt síðan þá.

Tveir létust í jarðskjálftanum sem mældist 7,5 stig samkvæmt frétt BBC. 

Mjög slæmt veður er á Norðureyju, ekki síst í höfuðborginni Wellington. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka