2 drepnir í sprengingu í Izmir

Brennandi bílar við dómstólinn í Izmir þar sem bílasprengja sprakk …
Brennandi bílar við dómstólinn í Izmir þar sem bílasprengja sprakk nú síðdegis. AFP

Lögreglumaður og starfsmaður dómstólsins voru drepnir þegar að bílasprengja sprakk fyrir utan dómstól í borginni Izmir í Tyrklandi í dag.

Tyrkneska ríkisfréttastofan Dogan sagði 11 hafa slasast í sprengingunni, sem sprakk við þann inngang dómshússins sem dómarar og starfsmenn dómstólsins nota.

Anadolu-fréttastofan segir lögregla hafa fellt tvo meinta hryðjuverkamenn í skotbardaga fyrir utan dómshúsið eftir sprenginguna, en þriðji maðurinn er sagður hafa sloppið.

Nokkrir sjúkrabílar voru sendir á vettvang, en að sögn Hassan Karabag, borgarstjóra bæjarfélagsins, þá særðust a.m.k. 10 manns í árásinni og þar af einn alvarlega.

Innan við vika er frá því að árásarmaður vopnaður byssu myrti 39 manns í næturklúbb í Istanbúl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert