Fangaður eftir 32 ár á flótta

Steven Dishman.
Steven Dishman.

Lögreglan í Arkansas í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem strauk úr fangelsi fyrir 32 árum. Maðurinn heitir Steven Dishman og er 60 ára gamall. BBC greinir frá þessu.

Dishman var handtekinn í gær á heimili í bænum Springdale í norðvesturhluta Arkansas. Lögregla hefur ekki gefið út frekari upplýsingar um hvað leiddi til handtökunnar.

Dishman var að afplána 7 ára dóm fyrir þjófnað þegar hann strauk úr fangelsi í Washington héraði í Oregon þann 28. maí 1985. Hann hlaut dóminn fimm mánuðum áður.

Hann mun nú þurfa að klára að afplána dóm sinn, en saksóknarar munu taka ákvörðun um það hvort farið verði fram á frekari refsingu yfir Dishman fyrir það að hafa strokið úr fangelsinu.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert