„Góðir straumar“ á milli Trump og Pútíns

Trump og Pútín mættust í Hamborg í dag.
Trump og Pútín mættust í Hamborg í dag. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, áttu kröftugar og langar samræður um þær ásakanir sem beinst hafa gegn Rússlandi um afskipti af bandarísku forsetakosningunum.

Þetta segir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um fund leiðtoganna sem átti sér stað í Hamborg fyrr í dag.

Bætti hann við að Trump hefði ítrekað krafið Pútín svara en hann hefði neitað hvers kyns afskiptum af kosningunum. Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, segir Trump hafa samþykkt svör Pútíns.

Leiðtogar ríkjanna tveggja munu þá hafa deilt mjög góðum straumum að sögn Tillersons, en fundurinn varði í tvo klukkutíma og 15 mínútur.

„Fundurinn var mjög uppbyggilegur og leiðtogarnir tengdu saman mjög fljótt,“ segir Tillerson. „Það voru mjög augljósir góðir straumar á milli þeirra beggja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert