Irma verður næst

Vika er liðin frá því fellibylurinn Harvey gekk á land við Mexíkóflóa og nú stefnir í að fellibylurinn Irma verði næst á ferðinni.

Björgunarsveitarfólk fer nú milli heimila í Texas og leitar fólks sem er í sjálfheldu vegna flóða. Um er að ræða íbúa bæja sem hafa verið lokaðir vegna flóða í kjölfar Harvey. Að minnsta kosti 39 létust í óveðrinu. 

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, mun væntanlega bjóða fram 5,9 milljarða Bandaríkjadala aðstoð úr ríkissjóði en yfirvöld í Texas telja að þörf sé á yfir 125 milljörðum Bandaríkjadala í uppbyggingu eftir hamfarirnar. Yfir 311 þúsund manns hafa óskað eftir aðstoð úr hamafarasjóðum vegna tjóns sem íbúar ríkisins hafa orðið fyrir undanfarna viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert