Þykkur svartur reykur stígur til himins

Lögreglubílar loka leiðinni að verksmiðjunni.
Lögreglubílar loka leiðinni að verksmiðjunni. AFP

Eldur kviknaði og þykkan svartan reyk lagði upp frá efnaverksmiðju skammt fyrir utan Houston fyrr í kvöld. Verksmiðjan hefur lent í miklum vandræðum vegna fellibyljarins Harvey.

Eld­ur­inn kom upp í geymi vegna vand­ræða með kæli­búnað verk­smiðjunn­ar eft­ir úr­hellið sem fylgdi felli­byln­um Har­vey. Nauðsyn­legt er að halda efna­blönd­um kæld­um í verk­smiðjunni og þess vegna er úti­lokað að koma í veg fyr­ir að það kvikni í verk­smiðjunni.

Myndskeið frá sjónvarpsstöðvum vestanhafs sýnir þykkan svartan reyk leggja upp frá verksmiðjunni nú í kvöld.

„Þetta er það sem við bjuggumst við að myndi gerast,“ sagði starfsmaður verksmiðjunnar í samtali við AFP-fréttastofuna.

„Nú þegar hefur verið gripið til aðgerða en svæðið hefur verið rýmt,“ bætti starfsmaðurinn við.

Í gærmorg­un var ákveðið að rýma svæði inn­an þriggja kíló­metra radíuss frá verk­smiðjunni. 

Brock Long, yf­ir­maður al­manna­varna­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna, FEMA, sagði þá að reyk­ur­inn úr efna­verk­smiðjunni í Hou­st­on væri „ótrú­lega hættu­leg­ur“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert