Krafðist 1,2 milljarða í bitcoin

Starfsmaður DHL í Þýskalandi að störfum.
Starfsmaður DHL í Þýskalandi að störfum. AFP

Fjárkúgari sem kom bréfasprengju fyrir skammt frá jólamarkaði í Potsdam í Þýskalandi í síðustu viku fór fram á um 1,2 milljarða króna greiðslu í rafeyrinum bitcoin.

Að sögn dagblaðsins Bild voru skilaboðin send til þýsku hraðsendingaþjónustunnar DHL.

Í sprengjunni var sprengjupúður úr pólskum flugeldum, auk nagla og skrúfa.

Í frétt Bild kom fram að í pakkanum hafi verið ræsibúnaður knúinn áfram af rafhlöðum. Þegar hann var opnaður heyrðist hljóð, án þess að sprengjan náðist að springa.

Lögreglan að störfum hjá jólamarkaðinum í Potsdam, skammt frá Berlín.
Lögreglan að störfum hjá jólamarkaðinum í Potsdam, skammt frá Berlín. AFP

Þýska lögreglan er með hátt viðbúnaðarstig um þessar mundir en eitt ár er liðið frá hryðjuverkaárás á jólamarkað í Berlín þar sem 12 manns fórust.

Lög­regl­an tel­ur að málið í Potsdam teng­ist öðru sem hún hef­ur haft til rann­sókn­ar á sama svæði. Þá var bréfa­sprengja send á annað fyr­ir­tæki og þegar pakk­inn var opnaður kviknaði í hon­um.

Lög­regl­an tel­ur að glæpa­menn­irn­ir séu staðsett­ir í ná­grenni Berlín­ar­borg­ar. Hún seg­ir að þeir hafi sagt að þeir muni senda fleiri pakka verði DHL ekki við kröf­um þeirra. Lög­regl­an er því við öllu búin og rann­sókn stend­ur yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert