Minnst 53 látnir í sprengingum í Íran

Íranir minnast So­leimani 7. janúar árið 2020, fjórum dögum eftir …
Íranir minnast So­leimani 7. janúar árið 2020, fjórum dögum eftir að honum var ráðinn bani. Í dag létust 20 í sprengingu skammt frá grafhýsi hans. AFP/Atta Kenare

Að minnsta kosti 53 eru látnir og 71 særður í tveimur sprengingum sem urðu skammt frá grafhýsi Qasem Soleimani, æðsta herforingja Írans, en í dag eru fjögur ár liðin frá því að hann var ráðinn af dögum í loftárás Bandaríkjahers.

Íranskir miðlar hafa greint frá því að 60 hafi særst í sprengingunum í athöfn skammt frá Saheb al-Zaman moskunni í borginni Kerman í Íran.

Rahman Jalali, varahéraðsstjóri Kerman-héraðs, segir atburðinn vera hryðjuverk.

Uppfært klukkan 13.12:

Í fyrstu útgáfu fréttarinnar kom fram að minnst 20 hefðu látið lífið í sprengingunum. Erlendir miðlar greina nú frá því að staðfest dauðsföll séu 53.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert