Hækkanir rýra kjör öryrkja

Öryrkjar eiga erfitt.
Öryrkjar eiga erfitt. mbl.is/Ómar

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að viss hópur öryrkja eigi í sérstökum vandræðum vegna kostnaðarhækkana og rýrnunar kaupmáttar.

Unnið sé markvisst að því að ná utan um vandann og breyta stöðunni, meðal annars með því að lækka útgjöld. Vonast hann til að hækkun lífeyrisgreiðslna í tengslum við gerð nýrra kjarasamninga verði næsta skrefið.

Velferðarráðherra segir að ýmislegt hafi verið gert og nefnir að lágmarksframfærsla lífeyrisþega hafi verið hækkuð með sérstakri uppbót, fyrst úr 126 þúsund krónum á mánuði í um 150 þúsund og nú í 184 þúsund. Það hjálpi mörgum af þeim sem eru með lægstu tekjurnar.

Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, vekur athygli á því að þeir sem eru án vinnu eða á lægstu launum á vinnumarkaðnum séu ekki betur settir en öryrkjar. Því þurfi að hækka bætur og lægstu laun og draga úr kostnaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert