Dalmatíuhundurinn svæfður

Dalmatíuhundur. Myndin er úr safni.
Dalmatíuhundur. Myndin er úr safni.

Dalmatíuhundurinn sem beit bréfbera í Mosfellsbæ fyrir rúmri viku var svæfður síðastliðinn föstudag.

Að sögn Hafdísar Óskarsdóttur, hundaeftirlitsmanns í Mosfellsbæ, var það ákvörðun eigenda að aflífa hundinn. Hinn kosturinn var að hundurinn færi í atferlismat, en til þess kom ekki.

Hundurinn náð að slíta band sem hann var bundinn með og réðist að konu sem var að bera út póst í Hagalandi mánudag fyrir viku. Hann beit konuna í magann og hún datt illa við árásina svo bæði sköflungur og sperrileggur brotnuðu.
 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert