Snjóflóð féllu í Ólafsfjarðarmúla

Vegagerðarmenn voru að störfum í Ólafsfjarðarmúla en eftir að flóð …
Vegagerðarmenn voru að störfum í Ólafsfjarðarmúla en eftir að flóð féll hættu þeir störfum og veginum hefur verið lokað. Mynd úr safni. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Ólafsfjarðarmúla hefur verið lokað vegna snjóflóða, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Fyrr í dag voru Almannavarnir, Veðurstofan og Vegagerðin búin að vara við hættu á snjóflóðum á Vestfjörðum og Norðurlandi, og vitað er um nokkur flóð sem farið hafa á vegi, en engin slys orðið eftir því sem best er vitað.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni var ákveðið að loka veginum þegar fregnaðist frá lögreglu af snjóflóðum. Veður fer nú versnandi á Norðurlandi. Hættustig er ennþá á Súðavíkurhlíð og Eyrarhlíð og eru þessar leiðir því lokaðar vegna hættu á snjóflóðum. Þá er Siglufjarðarvegur einnig lokaður af sömu ástæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert