Fjársýsla ríkisins vill rafræna reikninga

mbl.is/ÞÖK

Á aðalfundi ICEPRO, sem haldinn var á miðvikudag á Hótel Sögu flutti Stefán Kjærnested varafjársýslustjóri erindi um markmið og dagsetningar um innleiðingu rafrænna reikninga hjá opinberum stofnunum.

„Við erum að undirbúa breytingu á rafrænum reikningum þannig að reikningarnir flæði þá inn til okkar og við þurfum ekki að vera að skrá þá,“ segir Stefán í Morgunblaðinu í dag, spurður um þessi nýju markmið.

Í erindinu kemur fram að Fjársýsla ríkisins hefur sett fram það markmið að 1. janúar 2013 verði ríkisstofnunum heimilt að senda út rafræna reikninga og taka við þeim og að 1. janúar 2014 verði skylt að senda ríkinu rafræna reikninga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert