Dæmdur fyrir heimilisofbeldi

Héraðsdómur Reykjaness
Héraðsdómur Reykjaness mbl.is/Ómar Óskarsson

Karlmaður um þrítugt var af Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í þriggja mánaða, skilorðsbundið fangelsi í dag, fyrir líkamsárás gagnvart þáverandi unnustu sinni og barnsmóður. Hann var að hluta sýknaður, en að hluta fundinn sekur.

Maðurinn, sem býr í Garðabæ, var ákærður fyrir að hafa slegið unnustu sína á sameiginlegu heimili þeirra í október 2010, tekið í hana og hrint henni utan í vegg og niður í gólf, sest ofan á hana þar sem hún lá í gólfinu og þrýst öðru hné sínu á  brjóstkassa hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og eymsli á upphandlegg og hné og eymsli í höfði, hálsi og á brjósti.

Þá var hann ákærður fyrir að hafa ráðist aftur á hana tæpu ári síðar inni á heimil þeirra og þá m.a. tekið hana hálstaki, hlaupið á eftir henni þegar hún reyndi að komast undan honum, sparkað í hana og ýtt henni svo hún féll í gólfð og hann ofan á hana, með þeim afleiðingum að hún fótbrotnaði.

Fyrri líkamsárásin þótti ekki sönnuð fyrir dómi og var maðurinn sýknaður af henni, en fundinn sekur um þá seinni. Hann hafði áður verið dæmdur til refsingar í maí 2012 vegna umferðarlagabrots og var því nú gerður hegningarauki.

Niðurstaðan var þriggja ára fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára og auk þess til að greiða konunni 500.000 kr miskabætur, sakarkostnað auk helming málsvarnarlauna verjanda síns og réttargæsluþóknunar skipaðs réttargæslumanns konunnar, alls rúmlega milljón króna.

Sjá dóm Héraðsdóms Reykjaness

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert