Rækta hvönn við Eyrarbakka

Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt að leigja 10 hektara af landi á Eyrarbakka til ræktunar á hvönn.

Það er Þröstur Þorsteinsson sem stendur fyrir ræktuninni, en hann ætlar að selja Saga Medica hvönnina til notkunar við gerð náttúrulyfja.

Þröstur segir í samtali við Sunnlenska, að auðvelt sé að halda hvönninni í skefjum þannig að hún breiðist ekki út, t.d. með sauðfjárbeit.

Plantað verður í nokkra hektara í vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert