Guðmundur spyrnir sér af stað

Guðmundur Hafþórsson, sundkappi og einkaþjálfari, hefur hafið sund sitt. Hann tók fyrstu sundtökin klukkan 11 í morgun, en Guðmundur stefnir á að synda sleitulaust í sólarhring til styrktar Líf styrktarfélagi.

Sundið fer fram í Ásgarðslaug í Garðabæ og ágóði af sundinu fer í umbætur á fjölskylduaðstöðu á sængurkvennagangi og á Barnaspítalanum.

Guðmundur hvetur landsmenn til að taka þátt í sundinu með sér, í hvaða sundlaug sem er, og skrá niður þá vegalengd sem synt er. Á klukkutíma fresti mun Guðmundur taka fimm mínútna pásu til þess að hvíla sig og pústa.

Þegar Guðmundur, eða Gummi Haff eins og hann er jafnan kallaður, hóf sund sitt fyrir hádegi höfðu þegar margir boðað þátttöku sína.

Upp­lýs­ing­ar um söfn­un­ar­reikn­ing Lífs styrkt­ar­fé­lags er að finna á face­booksíðu at­b­urðar­ins. Einnig er hægt að styrkja mál­efnið með því að hringja í síma 908-1515.

Frétt mbl.is: Syndir í heilan sólarhring

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert