Vegakerfið brotnar niður

Umferðin hefur aukist mikið síðustu tvö ár á höfuðborgarsvæðinu.
Umferðin hefur aukist mikið síðustu tvö ár á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Talning Vegagerðarinnar á fyrri helmingi ársins bendir til að árið 2014 verði metár í umferð á höfuðborgarsvæðinu.

Að sögn Friðleifs Inga Brynjarssonar, verkefnastjóra hjá Vegagerðinni, er útlit fyrir að umferð á landinu öllu í ár verði sú þriðja mesta frá upphafi. Samkvæmt 16 teljurum Vegagerðarinnar við hringveginn voru taldir nánast jafn margir bílar og á árinu 2007 og um einu prósenti færri en metárin 2008 og 2009.

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að sinna þurfi betur viðhaldi á vegum sem ferðamenn noti orðið mikið á ferðalögum sínum. „Með þessari auknu umferð þá segir sig sjálft að kerfið smám saman brotnar niður og verður hættulegt umferðinni,“ segir Hreinn.

Að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar, hefur bílaleigubílum gróft á litið fjölgað úr 6.500 í ríflega 11.000 síðan árið 2008. Hann telur umferð bílaleigubíla aukast í takt við árlega fjölgun ferðamanna, sem hafi verið 29% á fyrri hluta árs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert