Leikvöllur fyrir hunda áformaður

Hundar fá sinn leikvöll í Kópavogi.
Hundar fá sinn leikvöll í Kópavogi. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Skipulagsnefnd Kópavogsbæjar óskaði á mánudag eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi hundaleikvöll í bænum.

Sverrir Óskarsson, formaður skipulagsnefndar, segir leikvellinum ætlað að bæta aðstöðu hundaeigenda.

„Við erum að skoða hvort hægt sé að setja upp aðstöðu fyrir hunda og eigendur þeirra til að vera virkir og skemmta sér í náttúrunni,“ segir Sverrir, og bætir við að hugmyndin sé á byrjunarstigi. „Stefna nýja meirihlutans er að efla mannlífið í bænum og þessi hugmynd er þáttur í því.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert