Þyrla sótti farþega skemmtiferðaskips

Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út áðan eftir að farþegi á skemmtiferðaskipi sem var nýfarið úr Reykjavíkurhöfn, fór í hjartastopp. Neyðarkall barst frá skipinu 17:47 og er þyrlan nú lent á Landspítalanum í Fossvogi. 

Skipið var statt 3 sjómílur norð-vestur af Gróttu þegar kallið barst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert