Lækka vöruverð í betra árferði

IKEA hefur lækkað verð að meðaltali um 5%.
IKEA hefur lækkað verð að meðaltali um 5%. mbl.is/Eyþór Árnason

Vörur í húsbúnaðarversluninni IKEA lækka að meðaltali um 5% í verði nú í upphafi nýs rekstarárs.

Verðlækkunin var auglýst í gær um leið og tilkynnt var um útgáfu nýs vörulista. Vöruverðið í honum gildir til 15. ágúst 2015, að því er fram kemur í umfjöllun um vöruverðslækkun IKEA í Morgunblaðinu í dag.

Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að hægt hafi verið að lækka verðið vegna nokkurra samverkandi þátta. „Við erum í þeirri sérstöðu að versla bara við einn birgi, IKEA, sem gefur okkur verðið fram í tímann og því bindum við okkur alltaf eitt ár fram í tímann. Frá hruni höfum við verið í vandræðum út af óstöðugleika en síðasta árið eða svo hefur náðst ákveðinn stöðugleiki og frá áramótum hefur krónan styrkst og útlit er fyrir að sú þróun haldi áfram. Sterkari króna er einn þáttur verðlækkunarinnar. Við fengum líka lækkanir frá IKEA út af heimsmarkaðsverði og svo náðum við betri samningum við flutningsaðila á innflutningsverði. Þetta allt gaf okkur svigrúm til að lækka.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert