Víkingur hljóp í skarðið

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. mbl.is/Árni Sæberg

Breiðafjarðarferjan Baldur, sem séð hefur um siglingar á milli Vestmannaeyja og lands á meðan Herjólfur er í slipp, bilaði í dag og var í kjölfarið tilkynnt að síðdegisferðir hennar féllu þar með niður.

Báturinn Víkingur tók hins vegar að sér að flytja farþega á milli lands og Eyja og er þessa stundina að fara sína aðra ferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert