Varað við roki á morgun

Mengunarspá dagsins
Mengunarspá dagsins Af vef Veðurstofu Íslands

Búist er við hvössum vindhviðum við fjöll suðvestan- og Vestanlands fram eftir degi á morgun, samkvæmt viðvörun á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Vestan 5-10 m/s og skúrir, en bjartviðri SA-lands. Hægari og úrkomulítið í kvöld. Hiti 6 til 13 stig í dag, hlýjast A-til. Gengur í suðaustan 10-18 á morgun, hvassast SV- og V-lands. Þurrt á NA- og A-landi fram eftir degi, annars rigning. Sunnan 8-13 og rigning eða skúrir seint á morgun. Hiti svipaður.

Búast má við því að gasmengun berist til austurs yfir Hérað og Austfirði í dag. Í kvöld má búast við norðvestlægri átt og gæti mengunar þá orðið vart á sunnanverðum Austfjörðum og á Höfn.

Á morgun (miðvikudag) er útlit fyrir vaxandi sunnan og suðaustan átt og má búast við að mengunin berist til norðurs og norðvesturs frá eldstöðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert