Kæru vegna forvals var vísað frá

Verkfræðistofan EFLA og arkitektastofan Studio Granda áttu vinningstillöguna í samkeppni Vina Þórsmerkur og Vegagerðarinnar um göngubrú yfir Markarfljót við Húsadal í Þórsmörk, líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í síðustu viku.

Verkís hf. og Arkís arkitektar ehf. kærðu í sumar til kærunefndar útboðsmála þá niðurstöðu forvals hönnunarsamkeppninnar að velja þrjá aðila til þátttöku í samkeppninni, en Verkís og Arkís voru valin til þátttöku. Kærunefnd útboðsmála komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að vísa skyldi kærunni frá á þeirri forsendu að hún hefði ekki borist innan tilskilins kærufrests.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert