Öll svið Landspítalans taka þátt

AFP
Um 200 manns frá 33 starfseiningum allra 10 sviða Landspítalans taka þátt í undirbúningi þess hvernig bregðast á við ef sjúklingur með ebólu kemur til landsins. Þetta kemur fram á vef spítalans.
Á Landspítala er nú verið að þjálfa stóra hópa starfsmanna í notkun hlífðarbúnaðar vegna ebólu.
Í gær var 35 manna viðbragðsteymi þjálfað sérstaklega af starfsmönnun sýkingavarnadeildar ásamt Mögnu B. Ólafsdóttur hjúkrunarfræðingi.  Magna, sem er starfsmaður Rauða krossins á Íslandi, vinnur í Genf við að þjálfa alþjóðlega viðbragðsliða í ebóluvörnum og er hingað komin á vegum Rauða krossins á Íslandi til að taka þátt í þjálfun heilbrigðisstarfólks hér á landi. Hennar starf er framlag Rauða krossins til ebóluviðbúnaðar á Íslandi.  

Farsóttarnefnd spítalans hefur yfirumsjón með víðtækri undirbúningsvinnu vegna ebólunnar. Spítalinn býr sig þannig undir að vera í stakk búinn að taka á móti einstaklingi með hugsanlegt ebólusmit vegna veru í Líberíu, Gíneu eða Sierra Leone innan þriggja vikna og hefði einkenni sem bent gætu til sýkingar af völdum ebóluveirunnar.

Ný viðbragðsáætlun Landspítalans

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert