Éljagangur á Hellisheiði

Snjóþekja og éljagangur er á Sandskeiði og Hellisheiði en hálkublettir og éljagangur í Þrengslum. Snjóþekja og éljagangur er á Mosfells- og Lyngdalsheiði. Hálkublettir eða snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi.

 Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum leiðum. Hálka er á Holtavörðuheiði en snjóþekja á Bröttubrekku, í Svínadal, á Vatnaleiði og Fróðárheiði, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.

Snjóþekja og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði en snjóþekja á Þröskuldum, Kleifarheiði, Hálfdán, og Mikladal. Hálka eða hálkublettir eru á öðrum leiðum á Vestfjörðum. Ekki eru komnar upplýsingar um færð á Hrafnseyrarheiði eða Dynjandisheiði.

Á Norðurlandi vestra er greiðfært þó er hálka á Vatnsskarði en á Norðurlandi eystra eru hálkubletti inn til landsins en greiðært með ströndinni.

Á Austurlandi er hálka á Fjarðarheiði en hálkublettir í Fagradal en annars að mestu greiðfært.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert