Var 40 kíló og hljóp 70 km á viku

Birna stundar núna styrktarþjálfun og hlaup.
Birna stundar núna styrktarþjálfun og hlaup. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Það þarf betri leiðsögn fyrir ungt afreksfólk í íþróttum, segir Birna Varðar, sem hefur skrifað bókina Molinn minn um glímu sína við íþróttaátröskun. Hún var orðin um fjörutíu kíló og hljóp sjötíu kílómetra á viku þegar mest var.

Hún varð fyrir einelti í fjórða og fimmta bekk grunnskóla og þjáðist af brotinni sjálfsmynd í kjölfarið. Hún fór að æfa hlaup þrettán ára gömul og gekk vel, hún vann til verðlauna og framfarirnar voru miklar en árið 2009 missti hún tökin á mataræðinu og æfingarnar stigmögnuðust. 

Birna segir það hafa tekið tíma að átta sig á því að hún ætti við vandamál að stríða. „Maður ætlar bara að ná árangri og gera hlutina vel og tengir ekki orkuleysið við að eitthvað sé að heldur frekar að maður sé ekki að leggja nógu hart að sér. Það er bara jákvætt og gott að vera að léttast og maður nær betri árangri,“ segir Birna en hennar hápunktur var Íslandsmet í hálfmaraþoni í sínum aldursflokki.

„En einn daginn var bensínið búið og ég komst ekki upp stigana í skólanum. Viðsnúningurinn var mjög hraður,“ segir Birna meðal annars í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins um helgina.

Birna Varðar er búin að skrifa bók um reynslu sína …
Birna Varðar er búin að skrifa bók um reynslu sína af íþróttaátröskun. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert