Lækka um allt að 200 þúsund

Verð á nýjum bílum lækkar talsvert um áramótin þegar efra þrep virðisaukaskatts lækkar úr 25,5% í 24%. Lækkunin er mismikil eftir því hversu dýrir bílarnir eru.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að sjö bílaumboð lögðu inn 33 dæmi um verðbreytingar. Meginlínan væri sú að smábílar lækka um 20-40 þúsund en dýrari bílar talsvert meira. Mætti þar nefna að Land Cruiser 150 GX og Porsche Cayenne lækka báðir um 200 þúsund krónur. 

Samhliða þessu mun verð á bensíni og dísilolíu lækka. Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) áætlar að sú lækkun skili 2 krónum á lítra og verður útsöluverðið án afsláttar að óbreyttu því farið að nálgast 200 krónur í fyrstu viku nýs árs. Þá mun verð á varahlutum lækka og telur FÍB að það eigi að skila sér í ódýrari bílatryggingum.

Uppfært kl. 09:30

Forsvarsmenn Toyota á Íslandi vilja taka fram að fyrirtækið hafi lækkað verð strax í haust og þar af leiðandi verði ekki önnur lækkun eftir áramót. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert