Hluti tillögu Jóns orki tvímælis

Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar.
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. Styrmir Kári

Sú tillaga að færa Hagavatnsvirkjun í nýtingarflokk orkar tvímælis þar sem verkefnisstjórn um rammaáætlun hefur ekki lokið umfjöllun um hana. Þetta sagði Stefán Gíslason, formaður verkefnisstjórnarinnar, í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, lagði í vikunni fram munnlega tillögu á fundi nefndarinnar um að skoðað yrði að færa fjóra virkjunarkosti í nýtingarflokk rammaáætlunar, þar á meðal Hagavatnsvirkjun. 

Stefán segir í samtali við RÚV að Hagavatnsvirkjun, sem á að vera 20 megavött, njóti ákveðinnar sérstöðu meðal virkjunarkostanna þar sem verkefnisstjórnin hafi aldrei lokið umfjöllun um hana.

„Það kannski orkar mest tvímælis að færa hana til vegna þess að kerfið á að virka þannig, eða rammaáætlun á að virka þannig, að allar virkjanir sem eru stærri en 10 megavött eiga að fá umfjöllun þar og verkefnisstjórn um rammaáætlun á að raða þeim með einhverjum hætti,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert