Tilfinningar á treyjum

Halldór Einarsson með íslensk/króatíska treyju.
Halldór Einarsson með íslensk/króatíska treyju. KRISTINN INGVARSSON

Flest styðjum við tvö íþróttafélög í þessu lífi, innlent og erlent. Sumir halda raunar með tveimur liðum í sama landi, sínu liði og liðinu sem er á toppnum hverju sinni! Dótturfyrirtæki íþróttavöruframleiðandans Henson býður nú upp á möguleikann að sameina treyjur tveggja liða í eina. 

Fyrirtækið nefnist Combi Shirts ehf. en hægt er að panta treyjur úr öllum mögulegum greinum, svo sem úr fótbolta, handbolta, körfubolta, rúgbíi, blaki og amerískum fótbolta. Innlent og erlent. Þannig er hægt að sameina Val og Manchester United, KR og Boston Celtics, Skallagrím og New England Patriots. Svo dæmi séu tekin.

Að sögn Halldórs Einarssonar, eiganda Henson, hafa treyjur sem þessar verið vinsæl afmælis- og tækifærisgjöf hér á landi um tíma. Nánar er hægt að lesa um Combi Shirts í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert