Börnin mega aftur „borða allt“

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Samkvæmt nýjum rannsóknum er ráðlagt að gefa ungbörnum fasta fæðu á borð við fisk og egg samhliða brjóstamjólk. Rannsóknirnar sýna að neysla þessara fæðutegunda á unga aldri geti dregið úr líkunum á að fá fæðuofnæmi, en tíðni þess hefur aukist umtalsvert hér á landi. Undanfarin ár og áratugi hefur því aftur á móti verið haldið fram að fisk- og eggjaneysla á unga aldri geti valdið fæðuofnæmi.

Þetta kom fram í erindi Michaels Clausens barnalæknis á Læknadögum í síðustu viku. Hann segir að þessar nýjustu rannsóknir séu afturhvarf til fyrri tíðar, þegar börnin máttu nánast „borða allt“. Hann segir að undanfarin ár hafi leiðbeiningar um mataræði ungbarna byggst á rannsóknum sem hafi sýnt að börn sem byrjuðu seint að borða fasta fæðu fengu síður exem. „Nú hefur reynslan sýnt að þetta er ekki að gera neitt gagn. Þessar rannsóknir voru einfaldlega ekki nógu traustar,“ segir Michael.

Embætti landlæknis hyggst nú endurskoða ráðleggingar um mataræði ungbarna. Ítarlega er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert