Algengt að reynt sé að svíkja fé út úr eða svindla á fólki

Tæplega 52% segja að óprúttnir aðilar hafi haft samband í …
Tæplega 52% segja að óprúttnir aðilar hafi haft samband í gegnum tölvupóst. AFP

Flestir landsmenn, eða tæplega 73% Íslendinga 18 ára og eldri, hafa lent í því að reynt hafi verið að svíkja fé af þeim eða svindla á einn eða annan hátt. Þetta kemur fram í nýrri könnun Capacent Gallup.

Tæplega 52% segja að óprúttnir aðilar hafi haft samband í gegnum tölvupóst, rúm 30% í gegnum síma og tæplega fjórðungur segir að samband hafi verið haft í gegnum smáskilaboð (sms). Færri nefndu aðrar leiðir.

Tæplega 28% hafa aldrei lent í að svindlarar hafi haft samband við þá.

Þegar spurt var um atvik á internetinu kom í ljós að tæplega 42% hafa fengið vírus í tölvuna sína eða tæki, 10% nefna að brotist hafi verið inn í aðgang þeirra að forritum (t.d. tölvupósti, samfélagsmiðlum eða annað) og tæplega 4% hefur borist efni sem særði blygðunarkennd þeirra.

Tæp 2% 18 ára og eldri hafa orðið fyrir einelti á netinu.

Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 16.-27. október síðastliðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert