Árekstrar í lúmskri hálku

Umferð á Arnarneshæð nú rétt fyrir hádegi. Myndin er tekin …
Umferð á Arnarneshæð nú rétt fyrir hádegi. Myndin er tekin úr vefmyndavél Vegagerðarinnar. mynd/Vegagerðin

Tíðarfarið hefur verið umhleypingasamt að undanförnu og nýr frostkafli er hafinn á höfuðborgarsvæðinu. Víða hefur myndast lúmsk hálka og hafa ökumenn ekki farið varhluta af henni. Eitthvað hefur verið um árekstra í morgun, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er ekki vitað um slys.

Ísing myndaðist á vegum snemma í morgun og gerðu margir ökumenn sér ekki grein fyrir aðstæðum í umferðinni. Því varð m.a. eitthvað um aftanákeyrslur sem má rekja til hálkunnar. 

Ökumenn eru því hvattir til að fara varlega. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert