Náttúruverndarlög taka breytingum

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur lagt fram til kynningar drög að …
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur lagt fram til kynningar drög að frumvarpi til breytinga á lögum um náttúruvernd. mbl.is/Árni Sæberg

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur lagt fram til kynningar drög að frumvarpi til breytinga á lögum um náttúruvernd en unnið var að endurskoðun laganna með nefndarálit umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis að leiðarljósi.

Á vormánuðum 2013 voru samþykkt lög nr. 60/2013, um náttúruvernd, á Alþingi og áttu lögin að taka gildi rúmu ári síðar. Á haustþingi sama ár lagði Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, fram frumvarp til laga þar sem gert var ráð fyrir að lögin yrðu endurskoðuð frá grunni. 

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis skilaði nefndaráliti 19. febrúar 2014 þar sem lagt var til að gildistöku laganna yrði frestað í stað þess að fella lögin úr gildi og umhverfis- og auðlindaráðherra falið að endurskoða lögin og gera nauðsynlegar breytingar á ákvæði um varúðarregluna, kaflanum um almannarétt, kaflanum um utanvegaakstur og kortagrunn, ákvæði um sérstaka vernd og kaflanum um framandi lífverur.

Drögin auk word-skjals með sýnilegum breytingum er að finna á heimasíðu ráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert