SÍNE kærir mögulega til umboðsmanns

Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN).
Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN). mbl.is/Hjörtur

Samband íslenskra námsmanna erlendis skoðar nú möguleikann á að leggja fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar menntamálaráðherra um úthlutunarreglur LÍN. Með henni er framfærsla námsmanna erlendis skorin niður annað árið í röð.

Ákvörðun Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, varðar úthlutunarreglur LÍN fyrir skólaárið 2015-16. Í tilkynningu frá SÍNE kom fram að þetta sé í annað árið í röð sem framfærsla námsmanna erlendis sé skorin niður. Í fyrra hafi hún verið skert flatt um 10% á fjölda námsmanna. Með nýjum úthlutunarreglum séu framfærslulán skert enn frekar.

„Því mun SÍNE fara yfir það á næstunni með lögfróðum aðilum hvort tilefni sé að kæra ákvörðun ráðherra til Umboðsmanns Alþingis enda fullljóst að forsendubresturinn fyrir námsmenn erlendis er mikill og því mun stjórn SÍNE leita allra leiða til að leiðrétta hann,“ segir í tilkynningu sambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert