Var til vandræða í Hafnarfirði

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Nokkuð var um hávaðaútköll vegna samkvæma víðsvegar um höfuðborgarsvæðið í nótt. Karlmaður var handtekinn um kl. 4 í nótt í annarlegu ástandi við verslun á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði.

Var karlmaðurinn til vandræða og með ætluð fíkniefni meðferðis. Verður hann vistaður í fangaklefa þar til víman rennur af honum.

Tilkynnt var um umferðaróhapp á Fjarðarhrauni og Hafnarfjarðarvegi í Hafnarfirði um kl. 20 í gærkvöldi. Bifreið var ekið aftan á aðra. Ekki var um að ræða slys á fólki og minni háttar skemmdir á ökutækjunum.

Um kl. 18 í gærkvöldi var tilkynnt um bifreið sem rann úr bifreiðastæði við hús í Hafnarfirði og yfir í garð í næsta nágrenni. Ekki ljóst með skemmdir á bifreiðinni en einhverjar skemmdir urðu á gróðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert