Nýtt 60 herbergja hótel

Enn bætist í ferðaþjónustuflóruna í miðbæ Reykjavíkur.
Enn bætist í ferðaþjónustuflóruna í miðbæ Reykjavíkur. Tölvumynd/Arkþing

Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa samþykkt útlit nýs 60 herbergja hótels á Laugavegi 34a-36. Stefnt er að því að opna hótelið fyrir byrjun næsta sumars.

Félagið Lantan fer með uppbyggingu hótelsins og hljóðar kostnaðaráætlun upp á rúmar 800 milljónir króna.

Framkvæmdin felur í sér að tvö framhús við Laugaveg eru gerð upp og tvö sambærileg hús reist á baklóð. Suðurendi bakhússins snýr að Grettisgötu. Reistar verða tengibyggingar milli framhúsanna tveggja og einnig milli bakhúsanna. Undir þeim verður göngustígur sem tengir saman Grettisgötu og Laugaveg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert