Má auglýsa lyf í sjónvarpi

AFP

Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra um breytingar á lyfjalögum var samþykkt á Alþingi í dag en samkvæmt þeim er nú heimilt að auglýsa lausasölulyf í sjónvarpi. Lagabreytingin var samþykkt með 39 atkvæðum gegn níu. 

Félag atvinnurekenda og Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA) sendu í kjölfarið frá sér fréttatilkynningu þar sem samþykkt frumvarpsins er fagnað. 

„Félögin hafa undanfarin ár bent á að bann við auglýsingum á lausasölulyfjum í sjónvarpi feli ekki eingöngu í sér takmörkun á viðskiptafrelsi, heldur sé það einnig brot á tjáningarfrelsi og rétti neytenda til upplýsinga. Þá stenst bannið ekki skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, en Evrópudómstóllinn hefur dæmt á þann veg í sambærilegu máli,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert