Skurðaðgerðir árangursríkar

Hlutfall sjúklinga sem fer í skurðaðgerð vegna lungnakrabbameins þykir hátt …
Hlutfall sjúklinga sem fer í skurðaðgerð vegna lungnakrabbameins þykir hátt á Íslandi í samanburði við Norðurlandaþjóðir og margar aðrar þjóðir innan Evrópu. Batahorfur sjúklinga hafa einnig batnað verulega. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Horfur sjúklinga sem gangast undir skurðaðgerð vegna lungnakrabbameins á Íslandi hafa batnað.“

Þetta er fyrirsögn BS-lokaritgerðar Hannesar Halldórssonar við læknadeild Háskóla Íslands. Hannes hlaut verðlaun á rannsóknarráðstefnu þriðja árs læknanema í maímánuði síðastliðnum fyrir BA-verkefni sitt, en rannsóknina vann hann undir handleiðslu Tómasar Guðbjartssonar prófessors.

Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir Hannes horfur þessa sjúklingahóps sem rannsóknin tók til hafa batnað á síðustu tíu árum, en til stendur að yfirfara betur niðurstöðurnar í sumar og birta í erlendu vísindatímariti. „Þetta eru ánægjulegar fréttir í baráttunni við lungnakrabbamein, sem er annað algengasta krabbameinið hjá báðum kynjum hér á landi,“ segir Hannes.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert