287 milljarða skekkja FME

Í skýrslu Fjármálaeftirlitsins frá 30. júní síðastliðnum, þar sem finna mátti samantekt á heildarniðurstöðum ársreikninga fjármálafyrirtækja fyrir árið 2014, var villa sem fól í sér ofmat á útlánaaukningu viðskiptabankanna þriggja, MP banka og sparisjóðanna sjö sem starfræktir voru í landinu í fyrra, um 287 milljarða kr.

Villan uppgötvaðist þegar Morgunblaðið birti á miðvikudag útreikninga sína um vöxt útlána í bankakerfinu en þar var samanburður gerður á hinni nýju skýrslu og sambærilegri skýrslu sem gerð var árið 2013.

Skýrslan var fjarlægð af vef FME í kjölfar þess að villunnar varð vart hjá stofnuninni og hefur hún viðurkennt mistök sín. Var fréttin um útgáfu skýrslunnar svo birt að nýju með viðauka. Þar var greint frá því að villur hefðu fundist í henni. Þrátt fyrir tilraunir Morgunblaðsins fengust ekki svör við því í hverju villan var fólgin, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert