Von á 22°C

mbl.is/Halldór Kolbeins

Í dag verður hæg norðaustlæg eða breytileg átt á landinu. Skýjað verður að mestu og dálítil væta á víð og dreif, en allvíða síðdegisskúrir inn til landsins. Hiti frá 7 stigum við norðausturströndina, upp í 17 stig suðvestanlands.

Á morgun, laugardag, verður austan- og norðaustanátt, 3-8 m/s, en 8-13 m/s með suðausturströndinni. Víða bjart veður og hiti 14 til 22 stig. Skýjað og líkur á þokulofti með austurströndinni og sums staðar nyrst á landinu og hiti 8 til 12 stig á þeim slóðum. 

Sjá nánar á veðurvef mbl.is.

Á sunnudag:
Austlæg átt 5-13 m/s. Dálítil rigning sunnan- og austanlands og hiti 8 til 13 stig, en bjart með köflum á Norður- og Vesturlandi og hiti að 19 stigum.

Á mánudag og þriðjudag:
Norðaustlæg átt 3-10 m/s. Þurrt á landinu og skýjað með köflum. Hiti frá 7 stigum við norðausturströndina, upp í 18 stig í uppsveitum suðvestan- og vestanlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert