Vegslá við gjaldhlið ganganna

Vegsláin við gjaldhlið Hvalfjarðarganga.
Vegsláin við gjaldhlið Hvalfjarðarganga.

Spölur setti í byrjun sumars upp vegslá við gjaldhlið Hvalfjarðarganga, sem þverar áskriftarakrein gjaldhliðsins norðan við þau. Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar, segir tilganginn með vegslánni tvíþættan.

„Sláin er bæði til þess að hemja þá sem keyra í gegn án þess að borga. Það hefur verið svolítið um það, ekki síst hjá ferðamönnum sem þekkja ekki annað en vegslár við gjaldskýli erlendis,“ segir hann, en hin ástæðan snýr að öryggi vegfarenda.

„Hitt markmiðið er að ná niður hraðanum við gjaldskýlin. Hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund, en við höfum séð miklu hærri tölur,“ segir Gylfi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert