45.502 leigt í Laugarásvideó

Samkvæmt tölvukerfinu í Laugarásvídeó hafa 45.052 viðskiptavinir leigt sér mynd þar. Það gera tæp fjórtán % þjóðarinnar sem bara hlýtur að vera einhverskonar höfðatölumet hjá videóleigu en hún mun loka í lok árs. Fastakúnnar hafa hringt í í Gunnar Jósefsson eiganda miður sín vegna lokunarinnar. 

mbl.is kom við í Laugarásvídeó sem hefur verið starfrækt frá árinu 1986 og leikið stórt hlutverk í kvikmyndauppeldi fjölmargra Íslendinga. 

Eftir að Laugarásvídeó lokar er ljóst að fátt er um fína drætti í vídeóleiguflóru landsins og líklega er Aðalvídeóleigan á Klapparstíg eina eftirlifandi leigan á markaðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert