Jörð verður víðast alhvít

Snjókoma verður um helgina.
Snjókoma verður um helgina. mbl.is/Árni Sæberg

„Alveg fram í næstu viku verður norðanátt með ýmsum tilbrigðum,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

Búast má við talsverðri snjókomu og langvarandi éljagangi um landið norðanlands og vestan næstu daga. Þegar komið verður fram í næstu viku má raunar búast við að víða verði orðinn talsverður snjór og ef vind hreyfir eitthvað að ráði gæti færð spillst mjög fljótt og margt annað raskast.

Á morgun, laugardag, segir Einar að norðanlands megi raunar búast við hríðarveðri um miðjan daginn. Sunnanlands verði svo éljaveður og væntanlega alhvít jörð víðast hvar, þegar hretið verði gengið yfir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert